AD KFUK heldur upp á 110 ára afmæli KFUK á þriðjudag kl. 20:00 á Holtavegi 28. Yfirskrift hátíðarinnar er: „Hvað hefur KFUK verið mér? Hvaða þýðingu hefur það haft fyrir mig að kynnast félaginu og taka þátt í því? Hefur það breytt einhverju í lífi mínu? “ Á fundinum munu nokkrar KFUK konur svara þessum spurningum, einnig verður myndasýning frá starfi félagsins síðasta ár og Laufey Geirlaugsdóttir syngur. Helga Steinunn Hróbjartsdóttir flytur hugleiðingu. Kaffiveitingar verða eftir fundinn og kosta 1.000 kr. Konur eru hvattar til að koma og taka með sér gesti.