Bænadagssamkoma verður í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, föstudaginn 6. mars kl. 20. Bænir og sögur kvenna frá Papúa Nýju-Gíneu. Beðið fyrir íslensku þjóðinni. Sönginn leiða félagar úr kór Óháða safnaðarins ásamt Kára Allanssyni organista. Samskot verða tekin til Hins íslenska biblíufélags.
Allir eru velkomnir, konur og karlar.
Að alþjóðlegum bænadegi kvenna á Íslandi standa: Aðventkirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan Vegurinn, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, KFUM og KFUK, Kristniboðsfélag kvenna, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan.