Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK á Íslandi verður haldið í Vatnaskógi 20. – 22. febrúar. Þar safnast saman unglingar úr flestum unglingadeildum félagsins á Íslandi og eru nú um 140 þátttakendur skráðir á mótið.
Undirbúningur mótsins er í höndum Birgis Ásgeirssonar og Þórs Bínós, leiðtoga í UD KFUM og KFUK í Hveragerði.
Hvað þarf að taka með: Peninga fyrir mótsgjaldi (og laugardagsnamminu sem fæst í sjoppunni), inniskó, sundföt, svefnpoka, tannbursta og tilheyrandi, góða skó og hlýjan útivistarfatnað.
Mótsgjald er kr. 6.500 og er innifalið í því rútuferðir fram og tilbaka, gisting, öll aðstaða í Vatnaskógi, efniskostnaður og allur matur
.
Nánari upplýsingar fást hjá leiðtogum hverrar deildar og í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK Holtavegi 28, sími 588 8899

Dagskrá finnurðu með því að smella hér