Halló allir.

Nú er farið að styttast all svakalega í lokaskiladag skókassa í ár. Hann er ekki á morgun heldur hinn (á laugardaginn).

Nú þegar eru búnir að berast yfir 2.000 skókassar sem er alveg frábært. Síðustu daga hafa hópar barna úr leik- og grunnskólum streymt niður í höfuðstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg með skókassa og safnast þegar saman kemur.

Úti á landsbyggðinni hafa líka safnast hátt í 1.000 skókassar. Á Akureyri söfnuðust eitthvað um 3-400 kassar, um 100 á Egilstöðum, á Ísafirði og í Stykkihólmi, aðeins færri á Grundafirði og upplýsingar um fjölda kassa í Vestmannaeyjum, á Akranesi og í Reykhólasveit eiga eftir að berast.

Í dag stefnir allt í mjög svipaðan fjölda skókassa og í fyrra og við erum alveg í skýjunum með það.

Að lokum við ég hvetja fólk til að mæta niður á Holtaveg á laugardaginn með skókassann sinn og þiggja í leiðinni léttar veitingar, hlusta á jólalög, skoða myndir frá Úkraínu og bara spjalla saman. Það verður sannkölluð jólastemning.