Okkur voru að berast gleðifréttir. Gámurinn með skókössunum er kominn á áfangastað eftir langt ferðalag. Við vorum afar glöð að heyra það enda ekki sjálfgefið að gámurinn kæmist í tæka tíð. Tollafgreiðsla þarna úti er mjög ströng og skriffinnskan sem fylgir einum svona gámi er ótrúlega mikil. En nú eru skókassarnir komnir til Kirovohrad eins og faðir Yevheniy sagði okkur frá í tölvupósti í gær:

Dear Björgvin and all friends, after long expectation and adventures with ????????? customs house – we have won. Christmas gifts are unloaded and under protection.

Jólin í Úkraínu eru 6. janúar og verður skókössunum dreift í kringum jólin, bæði fyrir og eftir. Nokkrir úr hópnum okkar eru á leiðinni út til Úkraínu til að aðstoða og fylgjast með dreifingunni og verðum við þarna frá 1. – 6. janúar. Við munum síðan að sjálfsögðu birta hérna ferðasögu og fullt af myndum eftir að við komum heim.